Qudo (1.990 kr./mán.)

Hleðslustöð undir þinni stjórn

Qudo-hleðslustöðin býður upp á öllu meiri stjórn á hleðslu, sé hún borin saman við Amina-hleðslustöðina. Hvorugri stöðinni er hægt að tengjast með appi í snjallsíma, en Qudo hefur þó ýmsa aðra kosti fram að færa.

Hleðslustöðin er hönnuð á þann hátt að auðvelt er að tengja hleðslukapal, jafnvel aðeins með annarri hendi. Hleðslan getur hafist strax, en með snertitökkum framan á stöðinni er hægt að tímastilla (seinka) hleðslu sem hefst þá 3, 6, 9 eða 12 klukkustundum síðar.

Einnig er hægt að nota snertitakka til þess að stýra hleðsluafli (25, 50, 75 eða 100 prósent af hámarksaflinu sem sett er upp). LED-ljós á stöðinni gefa til kynna hvoru tveggja: valið hleðsluafl og tímastillta hleðslu.

Meira afl, meira stuð: 22kW hleðslustöð

Sé Qudo tengd við 32A-öryggi á eins fasa rafmagni, skilar hún af sér 7,4kW rétt eins og Amina. Það nægir til að hlaða flesta bíla að fullu yfir nótt.

Hinsvegar býr meira að baki Qudo, því sé hún tengd við 32A-öryggi á þriggja fasa rafmagni getur hún skilað allt að 22kW hleðsluhraða. Það er þrisvar sinnum meira stuð!

Næturljós og aðgangsstýring

Innbyggt í Qudo er næturljós sem hægt er að virkja og kviknar sjálfkrafa þegar dimma tekur. Ljósið vísar beint niður og lýsir upp svæðið næst stöðinni svo auðvelt er að finna hana og athafna sig við stöðina í myrkri.

Qudo býður auk þess upp á valfrjálsa aðgangsstýringu sem getur komið sér vel við ákveðnar aðstæður. Hverri Qudo-hleðslustöð fylgja tveir RFID-lyklar (svipaðir bensínstöðvalyklum) og sé stöðin stillt á „Secure Mode“ geta einungis handhafar Qudo-lyklanna virkjað stöðina og hafið hleðslu. Sé stöðin stillt á „Free Mode“, virkar hún án þess að þörf sé á Qudo-lyklunum.

Uppsetning á hleðslustöðinni er fremur einföld í framkvæmd en engu að síður þarf löggiltan rafvirkja til verksins. Uppsetning á hleðslustöð á föstu verði er í boði fyrir viðskiptavini Orkusölunnar sem leigja hleðslustöð.

Almennar upplýsingar

Qudo er 303mm á hæð, 212mm á breidd og 117mm djúp.

  • Þyngd: 2,2 kíló.
  • Vatnsvörn: IP54 (hentar til nota utanhúss og þolir vel rigningu, rok og snjó).
  • Höggvörn: IK08.
  • Litur: svartur.
  • Læsing: hægt er að læsa stöðinni („Secure Mode“) svo aðeins handhafar RFID-lykils sem fylgir stöðinni, geti hlaðið með henni.
  • Hleðslukapall: fylgir ekki.

Tengimöguleikar

  • WiFi-tenging: Nei
  • eSIM (4G): Nei
  • RFID-lesari: Já, aðeins hægt að nota RFID-lykla sem fylgja frá framleiðanda.
  • App fyrir snjallsíma: Nei.

Hleðslugeta

Qudo getur hlaðið á hvoru sem er: eins eða þriggja fasa rafmagni.

  • Afl: 6-32A.
  • Hleðsluhraði: 7,4 kW á einum fasa (32A) en 22kW á þremur fösum (32A).
  • Hleðslutengi: Type 2-tengi.

Qudo-hleðslustöðin þolir allar árstíðir, sumar jafnt sem vetur þar sem hitinn sveiflast úr -30°C upp í +50°C.

Hleðslustöðvar Orkusölunnar eru í boði fyrir viðskiptavini gegn vægu mánaðargjaldi. Ekki er hægt að kaupa stöðvarnar gegn staðgreiðslu, en með áskrift greiðir þú lægri kostnað í upphafi miðað við að kaupa þína eigin hleðslustöð.

Kosturinn er einnig sá að Orkusalan annast allan rekstur hleðslustöðvarinnar, viðgerðir, útskipti og viðhald vegna eðlilegrar notkunar.

Smelltu hér til að lesa þér til um Hleðslustuð og hvað í áskriftinni felst.

Þegar þú klárar pöntunarferlið geturðu valið afhendingarmáta sem hentar þér best:

  • fáðu vöruna senda heim til þín, eða
  • náðu í hana til okkar í Urðarhvarf 8B í Kópavogi.

Við bjóðum upp á fast verð fyrir uppsetningu á hleðslustöð sem leigð er hjá Orkusölunni og sett er upp á Akureyri eða innan stórhöfuðborgarsvæðisins.


Þú getur pantað uppsetningu fyrir hleðslustöð föstu verði og greitt fyrir með korti eða skipt kostnaðinum með Pei í allt að 36 mánuði.