Við bjóðum upp á fast verð fyrir uppsetningu á hleðslustöð sem leigð er hjá Orkusölunni og sett er upp innan stórhöfuðborgarsvæðisins og á völdum stöðum utan þess (Akureyri, Blönduósi, Hvammstanga og Sauðárkróki). Á næstunni verður boðið upp á þessa þjónustu víðar um land.
Ef þú pantar uppsetningu samhliða leigu á hleðslustöð getur þú greitt fyrir með korti eða skipt kostnaðinum með Pei í allt að 36 mánuði.
Þú greiðir fast verð fyrir uppsetningu á einni hleðslustöð og innifalið í því er:
Það sem ekki er innifalið í föstu verði er m.a.:
Mikilvægt er að töflubúnaður standist lágmarksöryggiskröfur áður en hafist er handa.
Komi í ljós að aðstæður á uppsetningarstað kalli á viðbótarkostnað verður kaupanda gerð grein fyrir því áður en lengra er haldið.
Þú færð allan kostnaðinn endurgreiddan ef þú ákveður síðar að hætta við uppsetninguna.
Að svo stöddu er uppsetningarþjónusta í boði á eftirfarandi staðsetningum:
Þjónustusvæði uppsetninga á stórhöfuðborgarsvæðinu nær frá botni Hvalfjarðar í norðri og suður fyrir Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar.
Við reiknum með því að geta afgreitt allar uppsetningar innan 2ja vikna frá pöntun með tilliti til afhendingartíma hleðslustöðvarinnar sjálfrar.