Uppsetning á hleðslustöð

Við bjóðum upp á fast verð fyrir uppsetningu á hleðslustöð sem leigð er hjá Orkusölunni og sett er upp innan stórhöfuðborgarsvæðisins og á völdum stöðum utan þess (Akureyri, Blönduósi, Hvammstanga og Sauðárkróki). Á næstunni verður boðið upp á þessa þjónustu víðar um land.

Ef þú pantar uppsetningu samhliða leigu á hleðslustöð getur þú greitt fyrir með korti eða skipt kostnaðinum með Pei í allt að 36 mánuði.


Innifalið í uppsetningu

Þú greiðir fast verð fyrir uppsetningu á einni hleðslustöð og innifalið í því er:

  • Akstur á staðinn.
  • Uppsetning og tenging varnarbúnaður í rafmagnstöflu (lekaliðasjálfvar 3x32A).
  • Borun í gegnum einn vegg.
  • Allt að 10 metra lagnaleið (með 5x4q eða 5x6q streng).
  • Uppsetning hleðslustöðvar á vegg.
  • Kennsla á búnað.
  • Lokaúttekt og tilkynning til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
  • Allt efni, kaplar, rör og smáefni sem jafnan þarf til þess sem að ofan er lýst.

Það sem ekki er innifalið í föstu verði er m.a.:

  • Jarðvegsvinna.
  • Breyting á rafmagnstöflu ef þörf krefur (t.d. breyting í þrífasa).
  • Lagnaefni umfram 10 metra leið.
  • Uppsetning hleðslustöðvar í fjölbýlishúsi.

Mikilvægt er að töflubúnaður standist lágmarksöryggiskröfur áður en hafist er handa.

Komi í ljós að aðstæður á uppsetningarstað kalli á viðbótarkostnað verður kaupanda gerð grein fyrir því áður en lengra er haldið.

Þú færð allan kostnaðinn endurgreiddan ef þú ákveður síðar að hætta við uppsetninguna.

Þjónustusvæði

Að svo stöddu er uppsetningarþjónusta í boði á eftirfarandi staðsetningum:

  • Akureyri
  • Blönduós
  • Hvammstangi
  • Sauðárkrókur
  • Álftanes
  • Garðabær
  • Hafnarfjörður
  • Kjósarhreppur
  • Kópavogur
  • Mosfellsbær
  • Reykjavík
  • Seltjarnarnes

Þjónustusvæði uppsetninga á stórhöfuðborgarsvæðinu nær frá botni Hvalfjarðar í norðri og suður fyrir Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar.

Við reiknum með því að geta afgreitt allar uppsetningar innan 2ja vikna frá pöntun með tilliti til afhendingartíma hleðslustöðvarinnar sjálfrar.