Amina (990 kr./mán.)

Einföld og ódýr hleðslustöð

Amina-hleðslustöðin er einföld að gerð og sinnir bara einu hlutverki: að hlaða bílinn þegar hann er settur í samband. Ekkert app eða aukastýringar heldur er bíllinn látinn sjá um að hefja og ljúka hleðslu ef þörf krefur. Hér ræður einfaldleikinn för án þess að slegið sé af öryggis- og gæðakröfum.

Þetta er ódýrasta hleðslustöðin okkar og með því að leigja hana sér Orkusalan um allan rekstur hleðslustöðvarinnar, viðgerðir, útskipti og viðhald vegna eðlilegrar notkunar.

Tilvalin fyrir einbýli, raðhús og sumarbústaði

Amina er tilvalin hleðslustöð til uppsetningar við einbýli og raðhús og hentar ekki síður fyrir einfalda uppsetningu við sumarbústaði. Sé stöðin tengd við 16A-öryggi getur hún skilað 3,6kW hleðsluhraða. Sé hún tengd við við 32A-öryggi getur hún náð 7,4kW hleðsluhraða sem nægir flestum bílum til daglegrar notkunar ef bíllinn stendur í hleðslu yfir nótt.

Jafnan er gert ráð fyrir því að Amina-stöðinni sé komið fyrir á vegg en einnig hægt er að festa hana á stólpa sem þarf að vera 20cm breiður hið minnsta.

Uppsetningin er fremur einföld í framkvæmd en engu að síður þarf löggiltan rafvirkja til verksins. Uppsetning á hleðslustöð á föstu verði er í boði fyrir viðskiptavini Orkusölunnar sem leigja hleðslustöð.

Almennar upplýsingar

Amina er 125mm á hæð, 200mm á breidd og 105mm djúp.

  • Þyngd: 1150 grömm.
  • Vatnsvörn: IP54 (hentar til nota utanhúss og þolir vel rigningu, rok og snjó).
  • Höggvörn: IK08.
  • Litur: fáanleg í öllum litum sem jafnframt eru svartir.
  • Læsing: ekki er hægt að læsa stöðinni fyrir notkun.
  • Hleðslukapall: fylgir ekki.

Tengimöguleikar

  • WiFi-tenging: Nei.
  • eSIM (4G): Nei.
  • RFID-lesari: Nei.
  • App fyrir snjallsíma: Nei.

Hleðslugeta

Amina hleður eingöngu á einum fasa (þó þriggja fasa rafmagn sé uppsett).

  • Afl: 6-32A á einum fasa.
  • Hleðsluhraði: 7,4 kW á 32A.
  • Hleðslutengi: Type 2-tengi.

Amina gegnir hlutverki sínu árið um kring og framleiðandi ábyrgist hnökralausa virkni þó hitinn sveiflist úr -35°C upp í +50°C.

Hleðslustöðvar Orkusölunnar eru í boði fyrir viðskiptavini gegn vægu mánaðargjaldi. Ekki er hægt að kaupa stöðvarnar gegn staðgreiðslu, en með áskrift greiðir þú lægri kostnað í upphafi miðað við að kaupa þína eigin hleðslustöð.

Kosturinn er einnig sá að Orkusalan annast allan rekstur hleðslustöðvarinnar, viðgerðir, útskipti og viðhald vegna eðlilegrar notkunar.

Smelltu hér til að lesa þér til um Heimastuð og hvað í áskriftinni felst.

Þegar þú klárar pöntunarferlið geturðu valið afhendingarmáta sem hentar þér best:

  • fáðu vöruna senda heim til þín, eða
  • náðu í hana til okkar í Urðarhvarf 8B í Kópavogi.

Við bjóðum upp á fast verð fyrir uppsetningu á hleðslustöð sem leigð er hjá Orkusölunni og sett er upp á Akureyri eða innan stórhöfuðborgarsvæðisins.


Þú getur pantað uppsetningu fyrir hleðslustöð föstu verði og greitt fyrir með korti eða skipt kostnaðinum með Pei í allt að 36 mánuði.