Garo Entity Pro (3.410 kr./mán.)

Hleðslustöð fyrir lengra komna

Garo Entity Pro-hleðslustöðin er fyrir þá sem kjósa vöru í hæsta gæðaflokki þar sem ekkert er slegið af hvað varðar öryggi og einfalda notkun þrátt fyrir að vera tæknilega fullkomnasta stöðin sem við bjóðum upp á. Hleðslustöðin er með IEC-vottun, DC-vörn og möguleika á því að bæta við MID-mæli.  

Sé Garo Entity Pro sett upp við bestu aðstæður: þriggja fasa rafmagn og 32A-öryggi, getur hún skilað allt að 22kW hleðsluhraða. Hún virkar að sjálfsögðu líka á einum fasa og getur þá gefið af sér 7,4kW (á 32A-öryggi), sem nægir til að hlaða flesta bíla að fullu ef hlaðið er yfir nótt.

Fullkomin stjórn á hleðslu og aðgangi

Þessi hleðslustöð hefur allt að bjóða: þú getur tengst henni með Garo Connect-appinu í snjallsíma (Android og iOS) þar sem meðal annars er hægt að:

  • Sjá stöðu á hleðslu sem er í gangi.
  • Hefja og ljúka hleðslulotu.
  • Stýra hleðsluaflinu.
  • Tímastilla hleðslulotur.
  • Stjórna aðgangi að hleðslustöð.

Hægt er að færa tengið á hleðslustöðinni eftir því hvort hentar betur að láta hleðslukapalinn koma út hægra megin eða vinstra megin úr stöðinni. 

Einnig er hægt að nota appið til að læsa hleðslukapli í stöðvartenginu svo þú getir geymt hann á staðnum og óprúttnir aðilar geti ekki haft hann með sér á brott á meðan þú ert í burtu.

Rétt eins og í Qudo-hleðslustöðinni er hægt að læsa aðgangi að Garo-stöðinni þannig að nota þurfi RFID-lykil (svipaðir bensínstöðvalyklum) til þess að virkja stöðina og hlaða. Munurinn er sá að Qudo-stöðvunum fylgja tveir lyklar frá framleiðanda, en Garo-stöðin býður þér upp á að skrá þína eigin RFID-lykla, eins marga og þú þarft á að halda.

Samtengdar hleðslustöðvar (álagsstýring)

Séu margar hleðslustöðvar settar upp á sömu grein og allar hlaða bíla samtímis, geta vandamálin gert vart við sig – nema þær séu með innbyggðri álagsstýringu eins og Garo Entity Pro.

Hægt er að tengja saman margar Garo Entity Pro með þráðlausum samskiptum eða netstreng svo þær geti stýrt álagsdreifingunni sín á milli svo allir bílar fái hleðslu án þess að ofgera rafmagnstengingunni sem til staðar er.

Tenging við miðlægt umsjónarkerfi

Allar Garo Entity Pro-stöðvar sem Orkusalan leigir eru skráðar í miðlægt umsjónarkerfi fyrir afhendingu. Þar getur starfsfólk Orkusölunnar séð allar nauðsynlegar upplýsingar um hleðslustöðina og hegðun hennar: hvort eitthvað bjátar á, hvenær stöðin gerði síðast vart við sig gegnum nettengingu, síðustu aðgerðir og hleðslulotur og jafnvel endurræst stöð ef þörf krefur.

Garo Entity Pro-stöðvarnar eru að þessu leyti til besti kosturinn þegar kemur að því að setja upp hleðslustöðvar í fjölbýli. Orkusalan býður upp á slíka þjónustu fyrir fjölbýli, húsfélög og fyrirtæki.

Almennar upplýsingar

Garo Entity Pro er 340mm á hæð, 240mm á breidd og 150mm djúp.

  • Þyngd: 4,1 kíló.
  • Vatnsvörn: IP54 (hentar til nota utanhúss og þolir vel rigningu, rok og snjó).
  • Höggvörn: IK10.
  • Litur: til í svörtu og hægt að sérpanta aðra liti á framhlið.
  • Læsing: hægt er að læsa stöðinni svo aðeins sé hægt að hefja hleðslu með notkun RFID-lykla (hægt er að tengja eigin lykla við stöðina).
  • Hleðslukapall: fylgir ekki.

Tengimöguleikar

  • WiFi-tenging: Já, WiFi 2.4GHz (mesh)
  • Nettengi: Já, fyrir Ethernet RJ45-kapal (tryggir öruggari samskipti á milli stöðva)
  • RFID-lesari: Já, og hægt er að tengja eigin RFID-lykla.
  • App fyrir snjallsíma: Já, Garo-appið fæst fyrir bæði Android og iOS og tengir þig beint við hleðslustöðina þína.

Hleðslugeta

Garo Entity Pro getur hlaðið á hvoru sem er: eins eða þriggja fasa rafmagni.

  • Afl: 6-32A.
  • Hleðsluhraði: 7,4 kW á einum fasa (32A) en 22kW á þremur fösum (32A).
  • Hleðslutengi: Type 2-tengi.

Garo Entity Pro-hleðslustöðina má nota bæði innanhúss sem utan allt árið um kring og virkar vandræðalaust þó hitinn sveiflist úr -40°C upp í +40°C.

Hleðslustöðvar Orkusölunnar eru í boði fyrir viðskiptavini gegn vægu mánaðargjaldi. Ekki er hægt að kaupa stöðvarnar gegn staðgreiðslu, en með áskrift greiðir þú lægri kostnað í upphafi miðað við að kaupa þína eigin hleðslustöð.

Kosturinn er einnig sá að Orkusalan annast allan rekstur hleðslustöðvarinnar, viðgerðir, útskipti og viðhald vegna eðlilegrar notkunar.

Smelltu hér til að lesa þér til um Heimastuð og hvað í áskriftinni felst.

Þegar þú klárar pöntunarferlið geturðu valið afhendingarmáta sem hentar þér best:

  • fáðu vöruna senda heim til þín, eða
  • náðu í hana til okkar í Urðarhvarf 8B í Kópavogi.

Við bjóðum upp á fast verð fyrir uppsetningu á hleðslustöð sem leigð er hjá Orkusölunni og sett er upp á Akureyri eða innan stórhöfuðborgarsvæðisins.


Þú getur pantað uppsetningu fyrir hleðslustöð föstu verði og greitt fyrir með korti eða skipt kostnaðinum með Pei í allt að 36 mánuði.