Heimastuð: hvernig virkar áskriftin?

Heimastuð Orkusölunnar er áskriftarleið fyrir heimili og fyrirtæki þar sem þú getur leigt hleðslustöð frá aðeins 990 krónum á mánuði og minnkar þannig upphafskostnaðinn við að geta hlaðið rafbílinn þar sem þér hentar.

Að sjálfsögðu færð þú okkar bestu kjör á raforku: 20% afslátt af rafmagninu heima!

Með því að leigja hleðslustöðina sér Orkusalan um allan rekstur hennar, viðgerðir, útskipti og viðhald vegna eðlilegrar notkunar. Eina skilyrðið fyrir áskriftinni er að þú kaupir einnig rafmagnið af Orkusölunni á þeim stað þar sem hleðslustöðin verður sett upp.

Hvernig skrái ég mig?

Svona tryggir þú þér Heimastuð og hleðslustöð að eigin vali:

  1. Veldu þá hleðslustöð sem hentar þér best.
  2. Kláraðu pöntunina þína hér á vefnum
    1. Engrar greiðslu er krafist ef þú velur eingöngu hleðslustöð í áskrift.
    2. Ef þú velur þér uppsetningarþjónustu með hleðslustöðinni, greiðir þú fyrir það á lokaskrefi (hægt er að skipta greiðslum með Pei).
  3. Við sendum þér stöðina (eða þú sækir til okkar).
  4. Þú færð reikning fyrir áskriftargjaldinu næstkomandi mánaðamót.

Ef þú ert ekki nú þegar í viðskiptum hjá okkur, getur þú samt sem áður pantað þér hleðslustöð og færð í kjölfarið tölvupóst frá okkur með samning til rafrænnar undirritunar.

Ertu með fleiri spurningar?

Það geta ýmsar spurningar komið upp varðandi hleðslustöðvar, uppsetningu og þjónustu. Hér getur þú lesið þér til um allt sem varðar Heimastuð Orkusölunnar og hvernig það virkar frá upphafi til enda.